Góð bók

Las bókina Never let me go eftir Kazuo Ishiguro. Höfundur er japanskur en flutti til Englands sem barn og enska er hans annað tungumál. Bókin gerist í Englandi og við erum kynnt nokkrum krökkum í því sem virðist vera heimavistarskóli. Sögumaður er Kathy og það er í gegnum hana sem við kynnumst hinum sögupersónunum. Við fáum strax að sjá að það er eitthvað sérstakt með þessa krakka og tilfinningin sem maður fær við lesturinn minnir dálítið á Brave New World eftir Aldous Huxley.

Þetta er saga um vináttu, ást, áhyggjulaust líf barnæskunnar og raunveruleikann sem við horfumst í augu við sem fullorðin. Bókin er mjög góð og öðruvísi en flestar metsölubækur. Vel þess virði að eyða nokkrum hundraðköllum í að kaupa hana.